Ástandsskoðun

Við sérhæfum okkur í ástandsskoðunum fasteigna og veitum faglega og hlutlausa ráðgjöf fyrir bæði kaupendur og seljendur. Markmið okkar er að tryggja að þú hafir skýra mynd af ástandi eignarinnar.

Með áralanga reynslu úr byggingageiranum leggjum við áherslu á vönduð vinnubrögð, nákvæma skýrslugerð og góða þjónustu. Með faglegu og skilvirku verklagi gerir það okkur kleift að greina helstu áhættuþætti, meta viðhald og benda á mögulegar úrbætur ef svo ber undir.

Við trúum því að traust og gagnsæi skipti öllu máli. Þess vegna leggjum við okkur fram við að útskýra niðurstöður á mannamáli, svo þú getir tekið upplýsta ákvörðun og byggt hana á góðum grunni.

Vantar þig ástandsskoðun?

Ástandsskoðun Beton ehf. felur í sér heildstæða og faglega yfirferð á fasteign, þar sem fagaðili metur ástand hennar á hlutlausan hátt. Í kjölfar skoðunar er útbúin skýrsla sem afhent er þjónustukaupanda, og má þar finna helstu upplýsingar um ástand eignarinnar. Skoðunin veitir seljendum og kaupendum innsýn í ástand eignarinnar og dregur úr mögulegri óvissu og áhættu í fasteignaviðskiptum.

Bóka skoðun

Verðskrá

Við leggjum áherslu á gagnsæi og sanngjarnt verð fyrir alla okkar viðskiptavini. Hægt er að skoða og bera saman verð og þjónustu til að finna það sem hentar best hverju sinni. 

Verðskrá Beton

Hafðu samband

Hafðu samband við okkur fyrir frekari upplýsingar með því að fylla út formið hér til hliðar